30 Október 2003 12:00
Um miðjan dag í dag handtók lögreglan mann á fertugsaldri þegar hann var að sækja pakka sem honum hafði verið sendur úr Reykjavík. Lögreglan hafði grun um að pakkinn innihéldi fíkniefni og reyndist sá grunur á rökum reistur, en í honum fundust um 4. gr. af kannabisefnum. Lögreglan hafði fylgst með pakkanum og lét til skara skríða þegar viðkomandi vitjaði pakkans á Patreksfirði. Búið er að yfirheyra viðkomandi og hefur honum verið sleppt. Viðkomandi viðurkenndi að hafa ætlað efnin til eigin neyslu og má hann búast við að allhárri sekt vegna brotsins.