23 Júní 2004 12:00
Snemma í morgun handtók lögreglan á Ísafirði karlmann á átjánda ári og fann í fórum hans tæplega 60 grömm af kannabisefnum. Maðurinn var handtekinn á Ísafjarðarflugvelli, en hann var að koma með áætlunarvél frá Reykjavík í morgun.
Maðurinn hefur verið í haldi lögreglunnar, vegna rannsóknar málsins, en hefur nú verið sleppt. Hann sagðist hafa ætlað efnið til eigin neyslu. Ekki er talið að aðrir tengist málinu. Aðilinn hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála, en hins vegar legið undir grun. Mál mannsins mun verða afhent lögreglustjóra til refsimeðferðar fljótlega.