20 Febrúar 2006 12:00
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa tveir drengir, annar 16 ára og hinn 19 ára, verið í haldi lögreglunnar á Ísafirði síðan á laugardag sl. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, í þágu rannsóknar málsins. Þeim hefur nú verið sleppt. Fleiri aðilar hafa verið yfirheyrðir í tengslum við rannsókn málsins, bæði á Ísafirði og í Reykjavík.
Það efni sem hér um ræðir og tilraun var gerð til að flytja til Ísafjarðarbæjar er nálægt 85 grömmum af hassi, allt í sölueiningum. Tvímenningarnir eru grunaðir um að hafa sótt efnið í Hrútafjörð að kveldi föstudagsins 17. febrúar sl., þangað sem efnin eru talin hafa verið flutt frá Reykjavík skömmu áður.
Lögreglan á Ísafirði mun áfram vinna að krafti að uppljóstran fíkniefnamála og hvetur almenning til að láta henni í té allar upplýsingar er gætu komið að gagni varðandi meðhöndlun fíkniefna af hverju tagi.