11 Október 2024 14:09
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, tók í þriðja sinn við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar á viðurkenningarathöfn verkefnisins sem fram fór í gær. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), í samstarfi við hagaðila. Viðurkenningarnar eru veittar til þeirra fyrirtækja og stofnana sem náð hafa markmiðmiðum um sem jafnast hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar en í framkvæmdastjórn embættisins eru kynjahlutföllin jöfn.
Í ár hlutu níutíu og þrjú fyrirtæki, fimmtán sveitarfélög og tuttugu og tveir opinberir aðilar viðurkenningu og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er stolt af því að tilheyra þeim hópi. Við tökum heilshugar undir einkunnarorð ráðstefnunnar – Jafnrétti er ákvörðun! Meðfylgjandi er mynd af Höllu Bergþóru með viðurkenningarskjalið.“