7 Desember 2016 17:21
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi á þriðja tímanum í dag, en þar hafði hælisleitandi hellt yfir sig bensíni og kveikt í. Maðurinn, sem er illa brunninn, var fluttur á sjúkrahús, en ekki er vitað frekar um líðan hans á þessari stundu. Þetta var annað útkallið sem lögreglan sinnti í Víðinesi í dag, en í hádeginu hótaði annar hælisleitandi að skaða sjálfan sig. Ekki kom þó til þess, en maðurinn var fluttur á lögreglustöð á meðan unnið er í máli hans. Áfallateymi Útlendingastofnunar var kallað út til að hlúa að íbúum og starfsfólki í Víðinesi.