11 Desember 2024 12:03

Föstudaginn 13. desember ætlar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að halda úti löggutísti og segja frá þeim verkefnum sem koma á hennar borð í hálfan sólarhring, eða frá kl. 16 og til kl. 4 aðfaranótt laugardagsins 14. desember. Embættið hefur gert þetta nokkrum sinnum áður, en tilgangurinn er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Tístað verður frá notendaaðgangi á samskiptamiðlunum X (áður Twitter) og Threads og þá verður einnig notað #-merkið #löggutíst.