19 Apríl 2014 12:00
Löggubandið heldur tónleika á Rósenberg þriðjudagskvöldið 22. apríl, en allur ágóði af tónleikunum rennur í Styrktar- og sjúkrasjóð Landssambands lögreglumanna. KK og fleiri góðkunningjar munu koma fram með Löggubandinu og er óhætt að lofa frábærri skemmtun. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir kr. 1.000.