19 Nóvember 2002 12:00
Aðfaranótt 12. nóvember sl. var brotist inn í bílaverkstæðið Bílatanga við Suðurgötu á Ísafirði. Þaðan var stolið ljóskösturum og þremur geislaspilurum, allt ætlað í bifreiðar. Ljóskastararnir eru af gerðinni Light force, en geislaspilararnir eru annars vegar af gerðinni Pioneer og hins vegar merktir Toyota. Lögreglan á Ísafirði óskar eftir upplýsingum sem geta varpað ljósi á þá sem þarna voru að verki.
Meðfylgjandi er mynd af kösturum þeim er stolið var.