8 September 2014 12:00
Rúmlega tuttugu ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina en ljósabúnaði ökutækja þeirra var áfátt. Ýmist vantaði ljós að framan eða aftan en ökumönnunum var góðfúslega bent á að skipta um perur, öryggi eða annað það sem bilað var. Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að huga sérstaklega að ljósabúnaðinum. Hann þarf alltaf að vera í lagi og ekki síst í skammdeginu.
Lögreglan stöðvaði líka nokkra ökumenn um helgina sem voru að tala í síma án þess að notast við handfrjálsan búnað. Slíkt er því miður alltof algengt í umferðinni enda er nauðsynlegt að vera með fulla athygli við aksturinn. Í þessu samhengi má líka nefna sms-skilaboð, en þau á auðvitað ekki að skrifa og/eða lesa meðan á akstri stendur.