24 Ágúst 2014 12:00
Um tíu líkamsárásir hafa verið tilkynntar til lögreglu eftir menningarnótt þegar þetta er skrifað. Nær allar eru taldar minniháttar, en þær áttu sér stað í miðborginni í nótt. Oftar en ekki var um tilefnislausar líkamsárásir að ræða, en þær áttu sér stað bæði innan og utanhúss, m.a. á dansgólfi skemmtistaða. Í einhverjum tilvikum voru deilur manna til komnar vegna kvennamála. Um miðnætti var björgunarsveitarmaður, sem var að aðstoða lögreglumenn á vettvangi, skallaður í andlitið, en árásarmaðurinn var handtekinn og fluttur í handjárnum á lögreglustöð. Þar hélt hann áfram að láta ófriðlega og hótaði sömuleiðis að skalla lögreglumenn. Eitt rán var tilkynnt til lögreglu á menningarnótt, en sími og veski var tekið af manni í miðborginni síðla nætur.
Í