5 Mars 2023 13:42

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn karlmanns á þrítugsaldri eftir að tilkynnt var um líkamsárás í bílakjallara í Glæsibæ í Reykjavík um kaffileytið í gær. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild til aðhlynningar, en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg og var maðurinn útskrifaður fljótlega. Alls voru fjórir menn á vettvangi þegar átök brutust út, en í kjölfarið leitaði lögreglan  tveggja þeirra. Annar þeirra er kominn í leitirnar, en hins er enn leitað eins og áður sagði. Vitað er hver hann er og er maðurinn hvattur til að gefa sig fram hjá lögreglu.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.

UPPFÆRT: MAÐURINN ER FUNDINN