7 Október 2009 12:00

Karl á fertugsaldri, sem var fluttur á slysadeild í morgun, er látinn. Fyrrverandi eiginkona hans, sem er um fertugt, hlaut alvarlega höfuðáverka. Henni er haldið sofandi en hún er ekki talin í lífshættu. Málavextir liggja að mestu fyrir en ekki verður frekar fjallað um málið af hálfu lögreglu í fjölmiðlum. Að öðru leyti er vísað til fréttatilkynningar sem lögreglan sendi frá sér um málið fyrir hádegi í dag en hana má sjá hér að neðan.

ALVARLEG LÍKAMSÁRÁS Í FOSSVOGI

Kona um fertugt varð fyrir mjög alvarlegri líkamsárás í heimahúsi í Fossvogi í morgun. Hún er með höfuðáverka en grunur leikur á að fyrrverandi maðurinn hennar hafi veitt henni þá. Það var hann sem tilkynnti um málið til lögreglu um hálfníuleytið. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði maðurinn, sem er á fertugsaldri, reynt að vinna sér mein. Þau voru bæði flutt á slysadeild en ekki er hægt að greina frekar frá líðan þeirra. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.