21 Október 2019 12:24
Karlmaður um tvítugt var um helgina í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald, eða til 25. október, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás. Tilkynning um málið barst lögreglu aðfaranótt laugardags og var maðurinn handtekinn á vettvangi miðsvæðis í borginni. Árásarþoli, ung kona, var fluttur á slysadeild. Rannsókn málsins miðar vel.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.