3 Febrúar 2012 12:00
Karl á þrítugsaldri var í dag í héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn var handtekinn í Kópavogi í nótt eftir að lögreglu barst tilkynning um alvarlega líkamsárás. Sá sem fyrir henni varð, karl um fertugt, var stunginn með hnífi.