12 Nóvember 2010 12:00
Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn, sem var handtekinn í gær, hefur játað að hafa ráðist á 16 ára stúlku á göngustíg í Reykjavík í síðasta mánuði. Að öðru leyti ber hann við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu. Árásin var fólskuleg en hún átti sér stað um miðjan dag á göngustíg norðan Suðurlandsbrautar. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar.