16 Janúar 2017 18:21
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt allt kapp á leit að Birnu Brjánsdóttur sem er búin að vera týnd síðan á aðfararnótt laugardagsins s.l. Engar upplýsingar eru um hvar Birnu er að finna og við biðlum til almennings um aðstoð.
Við viljum biðja fólk sem býr, eða starfar, í miðborginni að aðgæta sitt nánasta umhverfi og kanna hvort að þar sé að finna eitthvað sem geti hjálpað til við leitina. Lögð er áhersla á að svæðið sem markast af Lækjargötu, austur að Skólavörðustíg, Frá Grettisgötu, norður að Sæbraut, sé leitað eins vel og hægt er, t.d. að farið sé í bakhús, kjallara og alla þá staði sem ekki eru aðgengilegir öllu jafna. Hægt er að koma ábendingum til okkar gegnum netfangið abending@lrh.is , gegnum einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins eða í síma 112 ef málið þolir ekki bið.