25 Febrúar 2019 23:32
Uppfært kl. 01:40
Leit í Ölfusá hefur enn engan árangur borið. Leitarhópar sem fóru út í kvöld eru nú búnir að klára eða að klára sína yfirferð og næstu hópar að fara út. Dregið verður síðan úr leit þegar líður á nóttina en áin vöktuð með sjónpóstum til morguns. Leit hefst aftur í birtingu að því gefnu að verður leyfi en veðurspá er slæm eins og kunnugt er.
Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu LHG, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og fra´sjúkraflutningum HSU ásamt lögreglumönnum.
Aðstandendur mannsins sem leitað er að hafa fengið aðstoð frá áfallateymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Eldri frétt:
Viðbragðsaðilar leita nú að bíl í Ölfusá eftir að tilkynning barst neyðarlínu um kl. 22:00 þess efnis að ungmenni hefði séð bifreið ekið í ána. För á vettvangi og brak í ánni styðja þann framburð.
Eins og áður sagði hafa björgunarsveitir á SV horninu verið kallaðar til og er fjölmenni nú þegar við leit á og við ána. Auk þess er þyrla LHG mætt til leitar.
Lögregla telur sig hafa sterkan grun um hver var þarna á ferð og eru aðstandendur viðkomandi í samráði við okkur um málið.