11 Október 2019 13:24
Íslendingar og Frakkar mætast í knattspyrnulandsleik á Laugardalsvellinum í kvöld, en viðureign þjóðanna hefst kl. 18.45. Búist er við fjölmörgum áhorfendum og eru þeir knattspyrnuáhugamenn, sem ekki ætla að nota strætó til að komast á völlinn, minntir á að leggja löglega. Þetta er sjöundi leikur landsliðsins í undankeppni EM, en Ísland er með tólf stig í riðlinum og er í þriðja sæti. Frakkar eru hins vegar á toppnum með fimmtán stig, ásamt Tyrkjum, og fram undan er því örugglega hörkuleikur. Áfram Ísland!