21 Apríl 2020 16:26
Frá því áður en land okkar byggðist hafa yfirnáttúrulegar vættir verið taldar standa vörð um það, hver á sínum fjórðungi. Því er afar táknrænt að þríeykið, sem hefur svo ötullega staðið vörð um landsmenn á síðustu misserum, skuli stilla sér upp við skjaldamerkið okkar – eins og landvættir nútímans. Líklega er best að láta vera að hlutgera eittvert þeirra í þessum goðsagnaverum en þar sem við erum öll almannavarnir erum við, íbúar landsins, líklega fjórða vættin.