13 Maí 2020 11:00
Dómsmálaráðherra afhenti á Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á dögunum nýjan sérhannaðan bíl til að sinna landamæraeftirliti. Bifreiðin, sem er í raun færanleg landamærastöð, er afurð verkefnis sem Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sóttu um styrk fyrir í Innri Öryggissjóð Evrópusambandsins.
Tilkoma bifreiðarinnar er m.a. hluti af viðbrögðum við ábendingum sem gerðar voru í úttekt á þátttöku Íslands í Schengensamstarfinu. Bifreiðinni er ætlað að stuðla að bættri framkvæmd landamæraeftirlits á höfuðborgarsvæðinu. Í henni er meðal annars fullkominn vegabréfaskanni sem tengdur er við Interpol og Schengen-upplýsingakerfið. Auk þess er hægt að gefa út vegabréfsáritun á staðnum.
Bifreiðin mun nýtast vel við landamæraeftirlit á höfuðborgarsvæðinu við hafnir og flugvelli og í öðrum verkefnum þar sem þörf er á skoða og sannreyna skilríki svo sem í vinnustaðaeftirliti.