1 Mars 2024 15:53
Í síðustu viku lagði Tollgæslan hald á tæplega 7 lítra af amfetamínbasa, sem reynt var að flytja til landsins í tveimur sendingum. Í framhaldinu tók Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins og handtók fjóra aðila á þrítugs- og fertugsaldri, en þeir voru allir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Tveimur þeirra hefur verið sleppt úr haldi, en hinir voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald.