19 Maí 2005 12:00
Starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra hafa undanfarnar vikur ferðast um landið og fundað með lögreglustjórum og starfsmönnum þeirra varðandi mögulega innleiðingu svokallaðrar Verkefnamiðaðrar löggæslu. Með í för hefur verið kennari við Háskólann í Reykjavík og verkefnisstjóri Vertu til sem er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lýðheilsustöðvar við að efla forvarnir sveitarfélaganna. Fundað hefur verið með um 100 manns.
Markmið verkefnisins er meðal annars að fækka afbrotum. Verkefninu hefur verið ákaflega vel tekið og verður unnið að því að koma því á.
Kynning á verkefninu fylgir hér.