4 Desember 2019 19:57
Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisbrot gegn börnum á netinu verður haldin í Háskólanum í Reykjavík á fimmtudag og föstudag. Fjölmargir sérfræðingar verða með erindi á ráðstefnunni, en þeir eiga það allir sameiginlegt að búa yfir sérþekkingu á málaflokknum. Hinir sömu starfa ýmist hjá lögreglunni, ákæruvaldinu eða í fræðasamfélaginu. Að ráðstefnunni standa Norræna ráðherranefndin og Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við dómsmálaráðuneytið, embætti ríkissaksóknara, mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á heimasíðu Háskólans í Reykjavík, en skólinn mun jafnframt senda beint út frá ráðstefnunni báða dagana.