14 Júlí 2011 12:00
Golfiðkun tveggja pilta var stöðvuð í Kópavogi eftir að golfkúla annars þeirra hafnaði í bíl sem ekið var um eina af götum bæjarins. Engan sakaði og það er auðvitað fyrir mestu. Atvikið minnir okkur hinsvegar á að golf er heppilegast að spila á þar til gerðum golfvöllum. Við þá marga er einnig að finna sérstaklega útbúin æfingasvæði sem eru kjörin fyrir áhugasama kylfinga. Piltunum var gerð grein fyrir þessu en þeir höfðu svo mikla trú á eigin getu að þeir drógu í efa að golfkúla frá þeim hefði getað lent á bílnum. Engir aðrir kylfingar voru sjáanlegir á svæðinu og því þykir líklegast að strákarnir séu ekki eins góðir og þeir sjálfir halda!