6 Júní 2009 12:00
Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi að kröfu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um aðild að innflutningi á töluverði magni af fíkniefnum. Fíkniefnadeild LRH hefur unnið að rannsókn málsins í samvinnu við Lögregluna á Suðurnesjum og Tollgæsluna.
Karlmaðurinn var handtekinn þann 22. maí sl. vegna þessa máls og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. júní. Gæsluvarðhald var síðan framlengt til 12. júní vegna rannsóknarhagsmuna.
Maðurinn kærði báða gæsluvarðhaldsúrskurðina til Hæstaréttar. Dómurinn staðfesti fyrri úrskurðinn en hefur enn ekki tekið afstöðu til síðari kæru mannsins.