1 Febrúar 2012 12:00

Kannabisræktun var gerð upptæk í íbúðarhúsi í Ölfusi í gærkvöldi.  Lögreglumenn höfðu komist á snoðir um að ræktun væri hugsanlega í gangi í húsinu.  Þegar lögrelgumenn komu að húsinu fannst greinileg kannabislykt leggja frá opnum glugga á húsinu.  Enginn var í húsinu sem mun vera yfirgefið en skömmu síðar kom þar maður sem var handtekinn.  Hann viðurkenndi að vera með ræktun í húsinu.  Hald var lagt á ræktunarbúnað, 16 fullvaxnar plöntur og 59 sprota.  Í framhaldi var gerð leit á heimili mannsins og þar fannst lítilræði af kannabisefnum.  Maðurinn hefur gengist við ræktuninni og hafa einn staðið að henni.  Plönturnar hafa verið sendar til frekari rannsóknar á rannsóknarstofu.