21 Apríl 2023 10:44
Dagana 18 til 21 apríl fór fram alþjóðleg æfing í vörnum gegn netárásum. Þessi árlega NATO æfing ber heitið Locked Sheilds og er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og voru þátttakendur rúmlega 3000 talsins.
Fulltrúar frá embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í æfingunni með Sænska liðinu sem bar sigur úr bítum í ár. Við erum stolt af vel unnu verki okkar fólks og þökkum fyrir gott samstarf!
38 þjóðir tóku þátt í æfingunni sem fól í sér að vernda raunveruleg tölvukerfi fyrir rauntímaárásum og líkja eftir aðgerðum og ákvörðunum í umhverfi yfirstandandi netárása.