22 Nóvember 2013 12:00
Inntökuprófum fyrir nýnema, sem hefja nám við grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins í janúar 2014, er nú lokið. Alls voru 111 hæfir umsækjendur boðaðir í próf, af þeim mættu 9 ekki til prófanna og 34 umsækjendur féllu á þeim.
Samkvæmt þessu hafa 68 umsækjendur, 45 karlar (66,2%) og 23 konur (33,8%) verið boðaðir til viðtals hjá valnefnd Lögregluskóla ríkisins. Hún hefur það hlutverk að velja úr hópnum 16 hæfustu einstaklingana sem nýnema í grunnnámi skólans.