7 September 2005 12:00
Inntökuprófum fyrir námsárið 2006 í Lögregluskóla ríkisins er lokið. Umsækjendur um skólavist voru alls 140 en af þeim uppfylltu 20 (14,3%) ekki almenn inntökuskilyrði og því voru 120 umsækjendur boðaðir til inntökuprófa.
Talsvert var um að umsækjendur mættu ekki í inntökupróf eða 44 (36,7%) og sérstaka athygli vekur að 13 þeirra létu ekkert frá sér heyra.
Samkvæmt þessu þreyttu 76 umsækjendur inntökupróf og af þeim féllu 25 (32,9%) á prófunum. Því verður 51 umsækjandi boðaður til viðtals fyrir valnefnd Lögregluskólans en hún hefur það hlutverk að velja 32 hæfustu úr hópnum sem nýnema við grunndeild skólans fyrir námsárið 2006.
Valnefndarviðtölin fara fram 26. 29. september n.k. og í framhaldi af því verður öllum sent bréf um niðurstöðu nefndarinnar.