18 September 2009 12:00
Innbrotsþjófur var handtekinn í Hlíðunum í gæmorgun. Um var að ræða karl á fertugsaldri en við yfirheyrslu viðurkenndi hann að hafa brotist inn í tvö hús í hverfinu. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.
Fleiri þjófar komu við sögu hjá lögreglunni í gær en tveir karlar á miðjum aldri voru teknir fyrir að stela áfengi. Annar var staðinn að verki í miðborginni en hinn í vesturbænum.