25 Maí 2010 12:00
Tveir innbrotsþjófar voru handteknir í austurborginni á sunnudagsmorgun eftir að tilkynning barst um innbrot í tvo bíla við Klettagarða. Það voru öryggisverðir á svæðinu sem létu lögreglu vita en þeir gátu gefið greinargóða lýsingu á þjófunum. Annar var handtekinn skammt frá vettvangi en hinn nærri Laugardalslauginni. Um var að ræða tvo pilta, 16 og 18 ára, en þeir voru sakleysið uppmálað þegar spurt var út í ferðir þeirra. Í fórum þeirra fundust munir sem grunur leikur á að séu þýfi.