7 Október 2015 12:26
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú innbrot í Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar á Laugavegi 5 í Reykjavík, en brotist var inn í verslunina í gær og þaðan stolið talsverðum verðmætum. Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 23.16 í gærkvöld, en þjófarnir brutu rúðu í versluninni og náðu þannig að teygja sig inn og stela úrum. Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið marino.ingi@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.