30 Desember 2002 12:00
Í dag var tilkynnt til lögreglunnar á Ísafirði um innbrot í björgunarbátinn Gunnar Friðriksson, sem liggur við bryggju í Sundahöfn á Ísafirði. Lögreglan hefur í dag unnið að vettvangsrannsókn vegna þessa máls og hefur nú lokið störfum. Þaðan var stolið ýmsum búnaði, svo og nokkrum neyðarblysum og línubyssur, sem ætlað er til björgunarstarfa. Meðal þess sem stolið var af búnaði var dýr tölvuskjár, flatur af gerðinni Mermaid. Þá var stolið úr bátnum ýmis handverkfæri.
Neyðarblysin eru hættuleg þeim sem ekki hafa kunna með þau að fara.
Líklegt er talið að innbrotið í Gunnar Friðriksson hafi verið framið í nótt sem leið. Allir þeir sem vitneskju hafa um málið eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á Ísafirði í síma 456 4222.
Þá var brotist inn í þrjá aðra báta sem lágu í Sundahöfn á Ísafirði, skammt frá þar sem Gunnar Friðriksson lá. Líklega hafa þau innbrot verið framin aðfaranótt 29. desember sl. Úr þeim var m.a. stolið verkfærum.
Unnið er að rannsókn allra þessara innbrota.