22 Janúar 2007 12:00
Kl.21:07 að kveldi sunnudagsins 21. janúar sl. var lögreglunni tilkynnt um að brotist hafi verið inni í verslunar- og skrifstofuhúsnæðið Neista við Hafnarstræti á Ísafirði. Hurð á jarðhæð, er snúa að veitingahúsinu Fernando´s var spennt upp. Í þessum stigagangi sem hér um ræðir er innangengt í húsnæði Héraðsdóms Vestfjarða, Lífeyrissjóð Vestfirðinga, skrifstofuhótel og loks símaver Glitnis ehf. Sá eða þeir sem brutust inn í bygginguna brutu sér leið inn þann hluta er hýsir símaver Glitnis ehf. Þar var brotin upp hurð og stolið einum tölvuskjá (flatskjá). Skjárinn er af gerðinni Hewlet Packard 1940.
Ekki er ljóst á þessu stigi hvenær innbrotið átti sér stað en það er talið hafa orðið annað hvort aðfaranótt laugardagsins 20. eða aðfaranótt sunnudagsins 21. jan. sl.
Lögreglan óskar eftir upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir við húsið á þessum tíma eins öðrum þeim upplýsingum er varða innbrotið.