17 September 2019 12:06
Karlmaður á fertugsaldri er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um að hafa átt þátt í falli konu af svölum íbúðar í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöld. Konan, sem er á þrítugsaldri, er illa slösuð eftir fallið, en þó ekki í lífshættu.
Rannsókn málsins er skammt á veg komin og ákvörðun um gæsluvarðhald liggur ekki fyrir.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.