21 Ágúst 2024 09:28

Nú styttist í að lögreglan geti tekið rafvarnarvopn til notkunar. Rafvarnarvopnin eru á sama stigi í valdbeitingarstiganum og kylfa og varnarúði og gefa lögreglu aukna möguleika á að velja þann varnarbúnað sem hæfir hverju verkefni. Með því er leitast við að auka á öryggi almennings og lögreglu.

Tækin verða afhent lögregluembættunum í fyrstu viku septembermánaðar. Almenningur getur því átt von á að sjá lögreglumenn bera rafvarnarvopn fljótlega. Rúmlega 460 lögreglumenn hafa hlotið þjálfun og öðlast réttindi til að bera rafvarnarvopn.

Aðeins menntaðir lögreglumenn, sem fengið hafa til þess þjálfun, munu bera rafvarnarvopn og er mikið eftirlit með notkun þess m.a. í formi sjálfvirkra skráninga og sjálfvirkrar myndupptöku úr búkmyndavél. Tölfræði yfir notkun rafvarnarvopna og annarra valdbeitingatækja verður gerð opinber með reglubundnum hætti á vef lögreglu.

Hvað er löggan með í beltinu? Gummi aðstoðaryfirlögregluþjónn segir frá þeim tækjum og tólum sem lögregla ber við störf sín.

Hvað er rafvarnarvopn? Nú styttist í að lögreglan taki þau í notkun, Birna lögreglufulltrúi segir okkur frá því hvernig þau virka.

English: