15 Október 2009 12:00
Tæplega þrjátíu ökumenn voru staðnir að hraðakstri á Suðurgötu í Reykjavík í gærmorgun þegar lögreglan var þar við umferðareftirlit, nærri Vonarstræti. Nokkrir voru sviptir á staðnum en hinir sömu óku á 65-70 km hraða en þarna er 30 km hámarkshraði. Ýmsum öðrum þáttum var ábótavant hjá ökumönnum, t.d. notkun bílbelta. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð í einhverjum tilvikum en um var ræða ökutæki sem uppfylltu ekki ákvæði um skoðun eða voru ótryggð.