23 Desember 2009 12:00
Brot 130 ökumanna voru mynduð á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hafnarfjarðarveg í suðurátt, við Arnarnesveg en á þessum stað varð banaslys í síðustu viku. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 1.793 ökutæki þessa akstursleið og því óku 7% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 93 km/klst en þarna er 80 km hámarkshraði. Sex óku á 100 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 108.
Á svipuðum tíma í fyrradag var fylgst með ökutækjum í eina klukkustund sem var ekið á þessum stað í norðurátt en þá var brotahlutfallið 4%.