14 Október 2009 12:00
Þessi hliðslá var tekin þar sem hún lá við 5. braut sem er sumarbústaðavegur norðan við Þingvallaveg við Álftavatn. Verið var að vinna við að skipta út hliðslá og þessi hafði verið tekin og sett til hliðar síðastliðinn laugardag. Í gær, þriðjudag, var hliðsláin horfin. Eigendur hafa grenslast fyrir um hana en ekki orðið neins vísari. Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um hvað hafi orðið um hliðslána að hafa samband í síma 480 1010.