28 Júní 2024 11:44
Hestareið Landssambands hestamanna fer fram í miðborginni laugardaginn 29. júní. Lagt verður af stað frá bílastæði BSÍ kl. 12.30, en uppsöfnun hefst þar klukkutíma fyrr. Leið hestamanna liggur um Njarðargötu, Skólavörðustíg, Bergstaðastræti, Skálholtsstíg, Fríkirkjuveg, Skólabrú, kringum Dómkirkjuna, Templarasund, Vonarstræti, Tjarnargötu, Skothúsveg og Sóleyjargötu uns komið er aftur á bílastæði BSÍ. Áætlað er að hestareiðin taki um klukkustund og verður fyrrnefndum götum lokað vegna þessa. Lokun á hverjum stað verður þó aflétt um leið og síðasti knapinn hefur farið þar um.
Aðrir vegfarendur eru sérstaklega beðnir um að fara varlega, sýna tillitssemi og virða merkingar.