19 Ágúst 2015 09:21
Umferðin í liðinni viku var frekar róleg í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum, þó voru fimm umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu, aðfaranótt laugardags 15. ágúst hafnaði bíll út fyrir veg á Vestfjarðavegi nr. 60 í Breiðadal. Ökumaður var þar einn á ferð og fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Bifreiðin óökufær. Þá missti erlendur ökumaður vald á bíl sínum á þjóðvegi nr. 63, Barðastrandarvegi skammt frá Brjánslæk, með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði út fyrir veg og var óökuhæf. Ökumann og farþega saka ekki. Þá voru þrjú önnur minniháttar óhöpp tilkynnt til lögreglu.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur
Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Skráningamerki tekin af nokkrum bifreiðum vegna ástands og skoðunarmála.
Mánudaginn 10. ágúst kom upp eldur á handfærabátnum Öngli BA-21, þar sem báturinn var að veiðum djúpt út af Patreksfirði. Skipstjóra bátsins tóks ekki að senda út neyðarkall, en skipverji á bát sem var ekki langt frá Öngli sá að reykur lagði frá Öngli og hélt strax að bátnum, þá hafði skipstjóri gert tilraun til að slökkva í bátnum, en eldurinn orðinn það mikill að hann réð ekki við neitt. Skipstjóri Önguls fór Því yfir í bátinn sem kom að og fljótlega varð Öngull alelda og sökk skömmu síðar.