12 Júlí 2016 15:25
Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram en eitthvað var þó um að lögreglan þurfti að aðstoða borgarana sökum ölvunarástands þeirra.
Alls liggja fyrir fimm kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna og er í þremur tilvikum um að ræða sekt vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstir. Í einu tilviki er um að ræða ólöglega lagningu ökutækis og í einu tilviki er um að ræða umferðaróhapp þar sem sá sem tjóninu olli stakk af án þess að tilkynna um óhappið. Talið er að óhappið hafi átt sér stað fyrir utan sjúkrahúsið þann 29. júní sl.