15 Desember 2015 15:50
Vikan var að mestu róleg hjá lögreglu fyrir utan byrjun vikunnar þegar ofsaveður gekk yfir eyjarnar. Þá hafði lögreglan einnig í ýmsu að snúast við að aðstoða fólk sem hafði lent í hinum ýmsu aðstæðum. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum og fá útköll á öldurhúsin.
Einn ökumaður var stöðvaður í liðinni viku vegna gruns um að hann væri undir áhrifum áfengis við aksturinn.
Lögreglan hvetur gangandi vegfarendur til að nota endurskinsmerkin og akandi vegfarendur á að yfirfara ljósabúnað bifreiða sinna og nota öryggisbeltin.