1 Ágúst 2017 08:57
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar tókst með ágætum og engin alvarleg mál sem upp komu.
Einn fékk að gista fangageymslu lögreglu í liðinni viku en hann hafði verið til óþurftar á einu af veitingastöðum bæjarins og braut m.a. rúðu.
Alls liggja fyrir sjö kærur vegna umferðarlagabrota eftir vikuna. Í flestum tilvikum er um að ræða kærur vegna ólöglegrar lagninga ökutækja, vanrækslu á notkun öryggisbelta ofl.
Nú styttist óðum í Þjóðhátíð, sem er um næstu helgi og vill lögreglan af því tilefni minna foreldra og forráðamenn á að útivistareglurnar gilda jafnt á Þjóðhátíð sem og aðra daga.