27 Maí 2015 13:27
Í liðinni viku voru tveir ökumenn kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Í báðum tilvikum var um að ræða ökumenn sem leið áttu um Vesturbyggð og nágrenni.
Þrjú fíkniefnamál komu til meðferðar hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Tindur, fíkniefnaleitarhundur embættisins, fann efnin. Í öllum þessum tilvikum var um að ræða lítið magn. Efnin fundust á grunaða við umferðareftirlit, við húsleit og í síðastnefnda tilvikinu fann fann vegfarandi efnin og kom þeim til lögreglunnar. Þessi þrjú mál komu öll upp í Vesturbyggð.
Aðfatanótt laugardagsins 23. maí sl. sá einhver sig knúinn til að mála, með málningaúðabrúsa, á veggi tveggja húsa á Ísafirði. Um var að ræða annars vegar hús sem stendur við Silfurgötu og hins vegar stjórnsýsluhúsið við Hafnarstræti. Slík eignaspjöll þykja, blessunarlega, fátíð á Ísafirði. Mál þessi eru til rannsóknar hjá lögreglunni og er óskað eftir upplýsingum um atvikin frá þeim sem kunna að búa þeim. Sími lögreglunnar á Vestfjörðum er 444 0400.
Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglunnar í liðinni viku. Hún mun hafa orðið aðfaranótt laugardagsins 23. maí sl. á fjölmennum dansleik sem haldinn var í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði. Sá er varð fyrir árásinni hlaut andlitsáverka. Málið er til rannsóknar og óskar lögreglan eftir vitnum að atvikinu.
Alls voru 18 ökumenn kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Flestir þessir ökumanna voru stöðvaðir í Ísafjarðardjúpi og í Strandasýslu. Sá sem hraðast ók mældist á 123 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km m/v klst.