3 Janúar 2025 14:41
Bráðabirgðatölur lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2024 varðandi helstu málaflokka liggja nú fyrir.
Hegningarlagabrotum fækkar lítillega frá árinu 2023 en eru svipuð að fjölda og þau voru að meðaltali frá árinu 2015. Sama á við um eignaspjöll, auðgunar- og ofbeldisbrot, en þau eru öll nálægt meðaltali. Skráðum kynferðisbrotum fjölgar aðeins frá síðasta ári. Þau eru þó fá í heildina og hlutfallslegar breytingar milli ára til fjölgunar eða fækkunar geta því verið all nokkrar.
Umferðarlagabrotum fækkar og eru undir meðaltali. Fjöldi ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna er lítillega yfir meðaltali.
Skráðum fíkniefnabrotum fækkar.
Umferðarslys hafa ekki hafa verið færri frá Covid árinu 2020 þegar umferðarþungi féll niður milli ára. Samkvæmt bráðabirgðatölum Vegagerðar er umferðarþungi svipaður milli áranna 2023 og 2024 og fækkun slysa því sérstakt ánægjuefni.
Skráð heimilisofbeldismál eru svipuð að fjölda og þau voru að meðaltali árin 2015 til 2023.
Tölurnar má finna hér.