11 Júlí 2024 13:14

Meðfylgjandi hér að neðan eru helstu tölur lögreglunnar á Austurlandi fyrstu sex mánuði ársins, bornar að sama tímabili árin 2015 til 2023. Tölurnar sem um ræðir tengjast markmiðum/viðmiðum er embættið setti í stefnumörkun ársins og finna má á vef lögreglu.

Hegningarlagabrot, – Fjöldi skráðra hegningarlagabrot eru fleiri í ár en sem nemur meðaltali frá árinu 2015. Þau eru jafnmörg og árið 2020.

Skráðum/tilkynntum auðgunarbrotum og kynferðisbrotum fjölgar milli ára. Fjöldi ofbeldisbrota er svipaður milli ára en eignaspjöllum fækkar.

Umferðarlagabrot, –Skráð umferðarlagabrot eru lítið eitt undir meðaltali frá árinu 2015.

Ölvunarakstursbrotum fjölgar en fjöldi annarra brota er lítið eitt undir meðaltali, svo sem hraðakstur, fíkniefnaakstur og sviptingarakstur/réttindaleysi.

Fíkniefnabrot, – Skráð fíkniefnamál/-brot eru nálægt meðaltali frá 2015.

Umferðarslys, – Skráð slys eru umtalsvert færri en þau voru á síðustu tveimur árum. Þau eru svipuð að fjölda og árin 2019 til 2021. (Tölur ekki tiltækar fyrir fyrstu sex mánuði árin 2015 til 2018.)

Heimilisofbeldi, – Fjöldi skráðra heimilisófriðarmála í ár eru svipuð að fjölda og síðustu tvö ár. Þau eru nokkru færri en árin 2020 og 2021. (Ágreiningur / heimilisofbeldi.)

Tölur lögreglu má finna hér.