8 Mars 2004 12:00
Í umdæmi lögreglunnar í Bessastaðahreppi, Garðabæ og Hafnarfirði bar það helst til tíðinda um helgina að fjórir ökumenn voru kærðir grunaðir um ölvun við akstur, tuttugu og sjö voru kærðir vegna hraðaksturs og sjö fyrir að færa ekki ökutæki til aðalskoðunar. Tvær tilkynningar bárust lögreglu í gær vegna veðurfars.
Á laugardag var tilkynnt um þjófnað á bifreiðinni MN 418 sem er af gerðinni Daihatsu Charade CS árgerð 1992 rauð að lit. Bifreiðinni var stolið í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags hún er ófundin.