6 Febrúar 2012 12:00
Tíu manna hópur yfirmanna frá lögreglunni í Varsjá í Póllandi heimsótti lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Hópurinn kynnti sér mörg af þeim verkefnum sem embættið er að fást við og ekki síst þeim aðferðum sem íslenskir lögreglumenn beita í baráttunni gegn glæpum. Koma Pólverjanna hingað tengist verkefni sem kennt er við Leonardo da Vinci en yfirskrift þess er Safe Capitals – methods of fighting the crime in European urban agglomerations. Pólsku lögreglumennirnir dvöldu á Íslandi í viku og voru afar ánægðir með heimsóknina.
Pólsku gestirnir ásamt fulltrúum LRH.