20 Janúar 2014 12:00
Fjórir lögreglumenn frá Vilnius í Litháen heimsóttu Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Þeir kynntu sér starfsemi embættisins og voru mjög áhugasamir um það sem íslenskir starfsbræður þeirra eru að fást við. Litháarnir létu vel af dvölinni á Íslandi, en þeir notuðu líka tækifærið og skoðuðu nokkra áhugaverða staði í leiðinni. Á myndinni hér að neðan má sjá hina góðu gesti frá Litháen, ásamt Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra.